30 nóvember

annar í tjallens

jæja. Enn hér. Fékk illt í augun eftir marga klukkutíma við tölvuna í dag. Borðaði örbylgjumat, cordon blue með frönskum og grænum baunum (Findus) af pappadisk fyrir framan tölvuna. Slíkt myndi ekki gerast á venjulegum degi enda algjört ógeð í fyllstu merkingu. Hlakka til að skrifa um morgundaginn, þriðja í tjallens, því það verður sko ekkert venjulegt. Be prepared.

29 nóvember

This is itt.

Hulda og Gaui fóru í eftirmiðdaginn. Framundan eru næstum því þrjár vikur af einveru. Ævintýralegt "tjallens" fyrir mig eina á aðventu í Gautaborg (það er alltaf ég sem fer). Ég er svo gefin fyrir drama. Ætla að einbeita mér að því að gera hluti sem ég myndi annars ekki gera, ögra boxinu sem ég lifi annars óhjákvæmilega í.

1sti í tjallens 2004(þetta hefur gerst so far): verslaði í Ahlens milli kl 18-19 á mánudegi, drakk lítinn bjór á bar (var alein).

Fylgist með þessari æsispennandi framvindu ! Meira á morgun...

28 nóvember

Jólin á hæsta styrk!

Det är något alldeles speciellt med Jul på Liseberg. Här glittrar miljontals juleljus, här blänker Isbanan, här doftar glöggen, här klingar julsångerna och här kan du handla klappar på Sveriges största julmarknad. Välkommen hit och upplev en stämningsfull tradition sedan sekelskiftet!

Znilld!

27 nóvember

Bíóferð og jólin

Í dag fór Hulda í fyrsta skipti í bíó. Sáum þrjár teiknimyndir í sal 8 í BioPalatsen og fengum popp og djús. Egill Gauti og Atli fóru með en Egill var hræddur við myrkrið og myndina svo hann sá bara þá síðustu. Hulda lét eins og hún hefði aldrei gert annað.

Skyndilega mikið sport að sjá og benda á jólasveina. Ég nýt jólanna oft best í lok nóvember og blábyrjun desember...

24 nóvember

Groundbreaking information

Fyrirlestrarnir í skólanum í gær voru svo magnaðir að ég held að líf mitt verði ekki samt um ókomna framtíð. Fyrst voru sýndar myndir af einhverju sem ég hélt að væru ormétnar spýtur en reyndust vera loftmyndir frá Perú og Jórdaníu af svæðum þar sem menn hafa grafið upp kirkjugarða. Bændur á vissum svæðum hafa fengið peninga fyrir góssið sem þeir finna í gröfunum og svo öllu komið á markað í Evrópu og Ameríku. Okkur voru sýndar myndir úr stórum amerískum söfnum sem eru með munina til sýnis. Ég hef svo oft hugsað út það af hverju eru svona takmarkaðar upplýsingar um vissa sýningargripi á stórum söfnum... Go figure! Fyrirlesarinn gerði heimildarmynd fyrir sænska sjónvarpið um ólöglega sölu og smygl á antíkmunum fyrir nokkrum árum. Eftir að hún var sýnd hefur verið ráðist á hann í forngripaverslun í Svíþjóð...(hann tognaði bara aðeins á fingri) Þessir fornsalar eru sumir alvöru glæpamenn sem myndu selja ömmu sína fyrir peninga. Varið ykkur á þeim og ALDREI kaupa fornmuni nema þeim fylgi saga og það sönn saga.

Seinni fyrirlesturinn fjallaði um smygl á dýrum. Fyrirlesarinn notaði slides-myndir... -Ég gat ekki fyrir mitt litla líf eldað kvöldmat í gærkvöldi. Þarf að segja meira.

22 nóvember

Ekki líkamsleifar

Gerðum prufur á styttunni í dag og þá kom í ljós að þetta eru líklega ekki líkamsleifar heldur kínverskur sandur... Ég er eiginlega bara fegin að hafa ekki haft múnk á fingrunum.

Myrkur kl:16.00 og maður getur fylgst enn nánar með hegðun og atferli nágrannanna. Eldri maður að æfa dans, ber að ofan. Býr í húsinu á móti. Vildi stundum óska að eldhúsvaskurinn snéri út að næstu blokk.

Fyrsta alvöru snjókoman var í morgun. Hulda var víst eitthvað smeyk við að fara út að leika á leikskólanum og fannst skrítið að ganga á snjónum. Fóstrurnar sögðu að hún yrði nú að venjast snjónum áður en hún færi "TILL ISLAND!" -ég brosi bara til þeirra og ætla ekki að skemma fyrir þeim stereótýpísku ímyndina af fannferginu á Íslandi.

Vika þangað til Hulda og Gaui fara heim.

18 nóvember

söknuður

Hulda saknar frænda síns mikið. "Hvar er Halldór Kristján?" spyr hún sjálfa sig í tíma og ótíma. Hún er smám saman að átta sig á að Halldór sé farinn með flugvél til Íslands.

Ég hefði ekkert á móti því að hafa svo sem eina au-pair á heimilinu þessa dagana. Tíminn flýgur frá mér...

12 nóvember

Guðlegt verkefni

Ég fékk ásamt nokkrum bekkjarfélögum mínum afhenta hálfs meters háa búddastyttu til að skoða og rannsaka. Þetta hópverkefni væri nú kannski ekkert til að fjalla sérstaklega um ef ekki væri fyrir duftið sem hrinur af styttunni í hvert skipti sem við skoðum hana. Á miðvikudaginn kom sérfræðingur frá Heimsmenningarsafninu í Gautaborg til að skoða gripinn með okkur og hann staðfesti að í holrúmi í styttunni er aska búddamúnks og jafnvel eitthvað fleira...

Við höfum haft samband við Búdda múnk sem er tilbúinn að koma til að "af-helga" styttuna, því samkvæmt trúarbrögðunum er það argasta vanhelgun að hreyfa við styttunum eftir að þær hafa verið gerðar "helgar" með sérstakri athöfn.

Í texta sem ég er með á borðinu fyrir framan mig núna stendur meira að segja að maður geti endurfæðst sem hundur ef maður vanhelgar gripi sem tilheyra Búddatrú. Oo -ó.

09 nóvember

Ekki svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott...

Kennaraverkfallsþjakaði bróðir minn kemur í heimsókn á morgun !! BRAVÓ !

08 nóvember

þakið af húsinu

Hulda 2.ára er í óökufæru ástandi. Hún var sett á þríhyrningsmerkt hóstalyf í morgun "til að mamma hennar gæti sofið." Lækninum fannst varla taka því að lækna barnið þótt hún hafi næstum hóstað þakið af húsinu en þeim mun mikilvægara að róa mömmuna og minnka baugana undir augunum á henni. Það þarf eitthvað ægilegt að gerast til þess að ég fari aftur á þessa heilsugæslu.

Fórum á frábæra tónleika með Jolie Holland um helgina. Hún er ein af þeim sem stofnuðu hljómsveitina "The be good Tanyas". Pínu kántrý - Norah Jones - "Hvítir mávar, segiði honum, að mitt hjarta slái aðeins fyrir hann...." tónlist. Mjög gaman. Hulda fékk að gista hjá Agli Atlasyni vini sínum. Nú er Hulda sumsé formlega byrjuð í "gista?" -bransanum.

06 nóvember

Sofið á kvöldin og vakað á nóttunni

Legg Huldu í rúmið milli níu og tíu. Sofna við hliðina á henni. Vakna klukkan tvö eftir miðnætti "útsofin" og tilbúin að spila eða horfa á mynd í sjónvarpinu eða eitthvað... Týpískt. Eins gott að það eru engir gestir í heimsókn.

Það voru "mórölsku spurningarnar" sem gerðu út um kosningarnar á þriðjudaginn. Hjónabönd samkynhneigðra og fóstureyðingar. Hugsið ykkur. Einhver skrifaði "Dear Americans... Fuck you too... og skrifaði undir.... "The rest of the world"... (æ þetta er ljótt)

Ég legg til að frú Kerry taki að sér borgarstjórasætið í Reykjavík.

03 nóvember

engin hola !

Ég er alveg miður mín yfir þessum kosningaúrslitum. Æ, samt. Kannski hefði hinn engu breytt.

Fór til tannlæknis í dag. Ég er ekki með neina holu.Powered by Blogger