26 apríl

planið

Nú á ég bara eftir að skrifa tvær ritgerðir og kaupa flugmiða... Við Hulda komum til Íslands í blálok maí. Hulda verður skiptinemi á Hagaborg og ég fer að vinna í geymslunum í Árbæjarsafni. Langt síðan ég hef verið heima...

22 apríl

Hildur !

"Jón S. von Tetzchner, forstjóri norska hugbúnaðarfyrirtækisins Opera Software, lýsti því yfir á starfsmannafundi í vikunni að ef fjöldi niðurhala nýs netvafra, Opera 8, sem kom út á þriðjudag, næði ekki 1 milljón á fyrstu fjórum dögunum, myndi hann synda frá Noregi til Bandaríkjanna og aðeins koma við á Íslandi til að drekka kakóbolla hjá móður sinni...." Mé'sta fyndin frétt.

Hulda hefur óslökkvandi áhuga á því að vita hvaðan fötin hennar eru komin, hver keypti hvað. Oftar en ekki segi ég "amma keypti" eða "Valtýr á og lánar þér" eða "Hildur gaf"... Þegar ég segi "mamma keypti" ygglir hún brýrnar og svarar "nei, Hildur!"...

21 apríl

Gleðilegt sumar !

Vincent bauð mér í Hagabadet. Það er svona semí-Tyrkneskt baðhús hérna í hverfinu. Fórum í jóga og syntum. Mjög verulega góð byrjun á sumrinu verð ég að segja...

18 apríl

Að landa heilu sumri

Er komin með frábæra vinnu í sumar, hjúkk itt. Enn og aftur sannast hið forkveðna, fólk vill ekki frelsi heldur öryggi...

14 apríl

Vatnalíf

þessa mynd í gærkvöldi og varð öll glöð. Mér finnst hún æði. Skylduáhorf.

Bjó til misheppnaðar bananamuffins með Huldu. Við vorum heima í dag. Hulda hjólaði á þríhjólinu sínu út í búð. Hún var í einn og hálfan klukkutíma að hjóla 150 metra. Geri aðrir betur !

Stór dagur í skólanum á morgun. Kynning á næsta verkefni...

12 apríl

Leitin

Jamm. Komin með leitarfítus á síðuna, takk GH, ég held ég þurfi samt að laga þetta eitthvað en þetta er allvega byrjunin. Annars það helst í fréttum að við eignuðumst Fujitsu Siemens computer um helgina. Yess, nú ætti ég að geta legið í sólbaði með tölvuna í fanginu eins og sumir.

Hulda kann alla litina og getur talið upp á fimm af miklu öryggi. Nú er hún að læra stafinn sinn, H og að segja hvenær hún á afmæli, fyrsta september. Henni finnst skemmtilegast að vaska upp og hefur áhuga á dúkkum, drekum, tröllum og grýlu.

07 apríl

Þetta er tilraun

Mig vantar góða "leit" fyrir heimasíðu. Hér er ég rottan, þetta er tilraunin.

05 apríl

You Are 28 Years Old
28

03 apríl

Raunveruleikaskáldsaga

Það er mögnuð blanda að fylgjast með fréttum frá Róm þessa dagana og lesa á sama tíma Engla og djöfla eftir Dan Brown....

01 apríl

tölvan

Gaui hringdi í mig klukkan 10 og sagðist hafa keypt fartölvu, Fujiu Simens, -einmitt eins og mig langar í... -Hann sagðist hafa borgað hana með vísakortinu sínu og að hún væri á hans nafni, -ég þyrfti bara að fara og sækja hana... Jibbíí!!! -sagði ég.

Var á leiðinni út í tölvubúð þegar ég fattaði fyrir algjöra tilviljun að í dag er fyrsti apríl... Ódámurinn.Powered by Blogger