27 maí

fjársjóðsleit

http://www.geocaching.com/ -tjekk itt out. Þetta er fjársjóðsleit fyrir alla sem eiga gps tæki í heiminum. Það kom mér á óvart hvað eru margir fjársjóðir á Íslandi! -Nú langar mig í gps og jeppa.

25 maí

Sko !

DHlynette
Congratulations! You are Lynette Scavo!!! Which Desperate Housewife are you?
brought to you by Quizilla

23 maí

Gautaborg

Ég get talað um þessa borg á klisjukenndan hátt eins og gott vín, gamlar fiðlur og vandaða tónlist. Hún vex og vex, verður betri og betri. Það er mannbætandi að hafa kynnst lífinu í vel skipulögðu hverfi. Þegar ég kem heim ætla ég að verða óþolandi talsmaður alls sem gott er og sænskt og gera ykkur lífið leitt. Við förum til Kaupmannahafnar á föstudaginn og við Hulda komum til Íslands á sunnudagskvöld...

16 maí

Músík

Hér kemur listi með tónlist sem mig langar til að eignast. Ég kann ekki nógu mikið á tölvuna til að hala niður músík af netinu þannig að ég stefni með alla peningana mína í Bengan's í Majorna (geisladiskabúð).

1) Monica Zetterlund (þessi tæplega sjötuga jazzsöngkona lést í bruna í Stokkhólmi í síðustu viku. þá uppgötvaði ég tónlistina hennar. mér finnst hún æði.)
2) Modest Mouse (þegar ég heyrði lög með þessari hljómsveit í fataverslun í Edinborg fannst mér eins og ég hefði fundið týndan hlekk).
3) Astrid Lindgren - "Best of" ("Ge mig mera pannkakor, pannkakor, pannkakor" = mjög vönduð barnatónlist).
4)Anthony and the Johnssons (veit ekki alveg hvernig það er skrifað, hef aldrei heyrt neitt með þessari hljómsveit en söngvaranum er lýst þannig að ég veit að mér finnst tónlistin sem hann semur og syngur alveg lífsnauðsynleg).
5) Nýji diskurinn með Kent.

10 maí

Samskiptaþörfin

Nú sit ég alein við tölvuna þriðja daginn í röð og skrifa ritgerð um samskiptaþörf opinberra safna við almenning. Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt verkefni. Spáiði bara í hvernig söfnin verða í framtíðinni, ég held til dæmis að þess sé ekki langt að bíða að sýningastjórastéttin leggist af og almenningur taki yfir stjórn á því sem er sýnt og hvernig. Ég sé Völu Matt fyrir mér á Árbæjarsafni, erlent fiskverkafólk á Þjóðminjasafninu, hjólabrettasvæðið á Ingólfstorgi inni á Listasafni Íslands. Safnið verður að vera þar sem fólkið er, annars deyr það. Eða? Jónas Sen skrifar góða grein um hámenningu og Listahátíð í Laugardagsmogganum (fyrir áhugasama). Ég er að komast í "Íslands-gírinn." Horfði meira að segja á gamlan Silfur Egils þátt í tölvunni í gær...

06 maí

færeyska-fallegasta tungumálið?

"Ítróttarhøllin á Skála var stúgvandi full tá ið tveir av okkara fremstu vísu- og fólkasangarum, Eivør Pálsdóttir og Stanley Samuelsen, saman við fólkakærasta sangaranum í Íslandi, Bubba Mortens, spældu eina frálíka konsert." Sjá grein

04 maí

langar konur

Hulda í búðinni við konu á áttræðisaldri: "Hej! Det er min mamma!"(segir Hulda og bendir á mig og ég brosi til konunnar annars hugar því ég er að velja tómata). Svo heldur Hulda áfram: "Var er din mamma?"... ég sný mér undan en heyri gömlu konuna segja "Ja, du, hun er borta." Þá kemur Hulda til mín og segir: "Mamma, þetta var langa-konan." (smbr. langamma)...

02 maí

Islande douce points !

Sko! Eiríkur Hauksson er okkar maður í júróvisjón þættinum í sænska sjónvarpinu. Hann er enn með sítt hár (með hressandi strípur) og talar norsku. Í kvöld var íslenska lagið spilað og norrænu dómararnir gáfu "okkur" flest stig!!! Hin lögin sem voru sýnd: finnska, eistneska, rúmenska, norska, ungverska og belgíska. Sumsé: Islande douce points, ég hlakka sko til að sjá Selmu í Kiev.

01 maí

Af snakki og nammi

Nú er komið gott. Það eiga meira eða minna allir afmæli í lok apríl og í marga daga í röð hef ég vaknað hálf þunn með magann fullan af snakki og nammi. Ég borða ótæpilega af óhollustu af því ég er ekki nógu góð í sænsku/ensku til að halda langar tölur, -ég er hlustandinn, -með munninn fullan. En nú er komið gott.Powered by Blogger