23 júní

Sumarið 2005

Þetta er Helga sem talar frá skemmu 1 í Árbæ. Ryk. Talstöðin. Vont vatn. Smurolía. Meira ryk.

17 júní

Um gönguferð og réttlæti

Gott veður og við mamma ætlum að ganga Fimmvörðuháls á morgun. Ótrúlega gott veður. Fórum í Suðurgötukirkjugarð í morgun þegar blómsveigur var lagður á leiði Jóns Sigurðssonar, því næst á Austurvöll. Mig langaði að sletta skyri á Halldór Ásgrímsson þar sem hann hélt ræðu um lýðræði en það var svo mikið af öryggisvörðum að....

Eiturlyfjasali í hverfinu beindi byssu að fólki um siðust helgi því sendingin sem hann fékk var eitthvað léleg. Víkingasveitin var send á vettvang og eftir yfirheyrslur var manninum sleppt. Hann játaði og byssan var gerð upptæk. Seinna um nóttina var hann farinn að stunda sinn bisness að nýju. Nokkrum dögum seinna slettu þrír einstaklingar skyri á yfirmenn álfyrirtækja þar sem þeir funduðu. Grænu skyri. Gera varð 2 klst hlé á fundinum á meðan fólk þurrkaði af sér. Útlendingurinn í hópnum (Breti) var handtekinn, vegabréfið tekið af honum og hann settur í gæsluvarðhald. Margra daga gæsluvarðhald. Íslendingunum var sleppt (útlendingar eru nottlega stórhættulegir og svona) -Rökin voru meðal annars þau að með athæfi sínu væri hann búinn að skaða ímynd Íslands sem ferðamannalands !!! hvað með álfyrirtækin? Ha? Eru ferðamenn ekki hingað komnir til að njóta náttúrunnar? Hvað er svona hættulegt við grænt skyr? Eru eiturlyf ekki hættulegri og álver verri fyrir ferðamannaiðnaðinn eða...? Hvað finnst þér?

Stundum er talað um mikilvægi þess að senda erlenda eftirlitsmenn til vanþróaðra landa til að fylgjast með hvort lýðræðinu sé ekki fylgt. Má ég biðja um að fá góðan hóp til Íslands? ASAP!

12 júní

birta

Skeggrætt heila nótt og manni líður eins klukkan sé ekki mínútunni meira en tíu. Svo er klukkan orðin fimm og tími til komin að fara að sofa og vakna helst strax aftur...

08 júní

Sumarheitið

Ég ætla að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst eða hundur heita...

07 júní

Vika í Reykjavík

Búin að jafna mig. Reiknaði út að það tekur fimm daga að lenda á Íslandi eftir nokkra mánaða dvöl utanlands. Þá eru laugardagur og sunnudagur nauðsynlega innifaldir, -annars tekur það ennþá lengri tíma. Sumsé komin á bíl og farin að drekka kók. Monica Zetterlund samt örugglega alltaf nærri.

Í dag skráði ég hermannabedda, kökudisk, anorak, skókassa og klappstóla í gagnabanka minjasafns Reykjavíkur. Drakk kampavín og þeytti rjóma.

01 júní

þriðji í reykjavík

Nú er Hulda byrjuð í leikskólanum og ég í vinnunni. Sólin skín nánast allan sólarhringinn og það eru lauf á trjánum. Skrítið í Reykjavík:

1)Það er enginn á ferli.
2)Það eru stór trampólín í öðrum hvorum garði.
3)Fólk í afgreiðslu sýnir góða þjónustulund. Betri en mig minnti, eða þá að hún hafi batnað mikið.
4)Borgin er bæði miklu skárri og miklu verri en mig minnti, það er næstum því draugaleg stemmning þaðan sem ég hef útsýni núna.
5)Fólkið á göturnar!!Powered by Blogger