30 nóvember

.

Bakadi piparkokur med Huldu um helgina, for i Ikea med Gaua og i jola-Liseberg, maetti i foreldravidtal i leikskolanum og eldadi kvoldmat. Vaegast sagt surrealiskt ad maeta svo aftur i vinnuna i Finnlandi, eiga ekkert nema sjalfa mig ad hugsa um og lifa svona nudlu-lifi. Mer lidur pinulitid eins og eg hoppi tiu ar fram og aftur i tima thegar eg fer milli Finnlands og Svithjodar.

Vid aetlum ekki ad flytja heim a Freyjugotuna fyrr en um manadarmotin januar/februar 2006 thannig ad eg missi liklega af fyrsta thaettinum i nyju Desperat Houswifes seriunni...

Brjalad vedur i Helsinki. Rok og rigning.

22 nóvember

Framtidarotti

Gledin er hverful og breytist i otta thegar eg hugsa um thad sem er framundan. Eg er forfallinn oryggisfikill. Finnst mjog othaegilegt ekki ad vita ekki hvad tekur vid...

21 nóvember

Alhlida gledi

Fekk tolvupost rett i thessu thar sem elskulegur fyrrverandi nagranni minn i Gautaborg oskar mer til hamingju med daginn. I dag er nefninlega nafnadagurinn minn! Eg var ad fa fleiri godar frettir thannig ad thad eru margar astaedur til ad gledjast.

19 nóvember

Laugardagur

Gaman að lesa Dýrlegt Fjöldasjálfsmorð í Helsinki miðri. Sat á kaffihúsi og kláraði bókin andspænis miðaldra pari sem sat í þögn og drakk(stemmning)...

Fann eftir krókaleiðum þessa skemmtilegu síðu: Last fm.

Á leiðinni á kórtónleika, hlaðborð og ball, allt á sama stað með sama fólkinu.

17 nóvember

A leidinni til NY?

Finnsk ofbeldis- og sjalfseydingahvot

Eg var maett frekar snemma i leikfimina i gaer og akvad ad profa ad fara i tima i Body Combat. Thad var fullt ut ur dyrum og kennarinn var med ovenjulega stutt milli augnanna, vopnadur hausklut, avallt med hendurnar i varnarstodu. Tonlistin var stillt a haesta, eurostrash endurutgafur af soundtrakkinu i Rocky og best of Beethoven. Kennarinn slost vid sjalfan sig i speglinum og oskradi eitthvad a finnsku ut i salinn. Hljop ad taekjunum vid og vid og laekkadi til ad oskrin i salnum heyrdust. Mer fannst sumir upplifa sig sem their vaeru ad verjast ovini i tolvuleik. Gott ef thad heyrdist ekki "Full score" eda eitthvad i Beethoven hljodblondunni.

Er ad lesa finnsku skaldsoguna Dyrlegt fjoldasjalfsmord.

15 nóvember

Kisa

Ég hef alltaf verið smeyk við dýr. Nú er ég loksins farin að ná sambandi við kisuna hennar Susanne og er kannski hætt að vera hrædd. Ég get til dæmis tekið köttinn í fangið og klappað honum, haldið á honum út úr herberginu mínu og strokið honum yfir eyrun án þess að vera með hnút í maganum. Það er mynd af okkur kisu einhvers staðar á myndasíðunum mínum... (þegar myndin var tekin var ég ennþá hrædd og þorði ekki að hafa hann í fanginu).

Viðtölin sem ég tók fyrr í haust verða bæði birt í tímariti sem safnið gefur út nokkrum sinnum á ári. Núna er ég að berjast við að koma saman ólíkum fréttatilkynningum um sýninguna. Mér gengur frekar illa að vinna texta við tölvuna af því ég er alltaf að tékka á mbl og póstinum mínum og svona... Gengur best að skrifa í kaffiteríunni þar sem flestir gestirnir (um miðjan dag í miðri viku) tala ensku. Titra svo mikið af kaffinu að ég neyðist til að drekka grænt te.

Fylgist með íslenska bachelornum með öðru auganu á milli vísifingurs og löngutangar og emjaði þegar þær sungu Bubba í limósínunni á leiðinni austur fyrir fjall. Þvílík sjónvarpsveisla!

14 nóvember

Tallinn

Eg skil ekki hvers vegna folk flykkist ekki til Tallinn. Thegar vid stigum a land a fostudagskvoldid og forum ad ganga i attina ad baenum helt eg ad vid vaerum komnar til Helsinki II. Svo vorum vid allt i einu staddar fyrir framan borgarhlid sem leiddi ad otrulega fallegum bae med gomlum litrikum husum. Themad i Tallinn eru midaldir. Vid bordudum midaldarmat, forum i brudkaup i midaldakirkju (okkur var bodid ad fylgjast med giftingarathofn), hlustudum a midaldatonlist og thar fram eftir gotunum. Setti inn nokkrar myndir fra ferdinni.

11 nóvember

Fyrir helgina

Skemmtilegt ad skoda... Thau verda med verk a syningunni sem eg er ad hjalpa til med.

10 nóvember

Naesta heimsokn og tharnaesta...

Bekkjasystir min fra Gautaborg er i heimsokn hja mer i Helsinki og eg fekk fri ur vinnunni i gaer til ad syna henni borgina. Eg sit sumse glerthunn og threytt vid tolvuna... A morgun aetlum vid ad sigla til Tallinn i Eistlandi og vera yfir helgina. Spenno.

Tharnaesta heimsokn verdur min heimsokn til Gautaborgar i lok november.

Eg setti inn nokkrar nyjar myndir i fyrradag.

07 nóvember

Huldu leid bara vel i Helsinki. Thegar hun for i morgun sagdist hun aetla ad koma aftur... Madur uppgotvar borgina fra nyju sjonarhorni med barnavagn. Sporvagnarnir eru omogulegir en leikvellirnir godir.

02 nóvember

Allsbera sundið

Þar kom að. Við Sigrún fórum í allsberu sundlaugina bakvið Torni. Þrisvar í viku er konudagar, þá eru bara konur í lauginni. Maður ræður hvort maður er í sundbol og búningsklefarnir snúa allir að lauginni. Aðal málið er að fara í bullsjóðandi heita gufu og svo í kalt sund. Það eru þrjár brautir. Ein fyrir "hraðsund", ein fyrir venjulegt stefnulaust sund og sú þriðja fyrir sundskokk. Við Sigrún prófuðum sundskokk en þá klæðist maður mittiskút einum fata og spriklar lóðréttur eins og tré í vindi og reynir að komast áleiðis í vatninu. Ég tek það fram að röðin í sundskokk brautinni var þétt og konurnar í röðinni voru af öllum toga. Mér fannst áberandi hvað þetta er tekið alvarlega. Alveg eins og karaókíið. Fólki stekkur ekki bros á vör heldur sinnir "sínu" nakið að skokka í sundi eða að syngja falskt í karaókíi.Powered by Blogger