26 desember

GLEÐILEG JÓL!

19 desember

baksviðs

Dóttir mín segist ekki vera "kissnödig" þegar ég segi henni að fara á klósettið áður en við förum út. Hins vegar þarf hún undantekningalaust að pissa þegar við erum að kaupa í matinn. Síðustu daga höfum við mæðgur því fengið að nota aðstöðuna "baksviðs" í þremur ólíkum matvörubúðum. Ég verð að segja að mér hefur fundist bág aðstaðan athyglisverð. Undantekningalaust lítil og skítug klósett...

13 desember

LuciaOriginally uploaded by helga_lara.
Vöknuðum fyrir allar aldir og fengum lánaðan jólasveinabúning áður en lúsíulestin hófst í leikskólanum. Hulda situr á horninu með húfuna dregna vel niður. Yndislegt.

09 desember

Bless Suomi

Sidasti klukkutiminn vid thessa tolvu a thessarri skrifstofu genginn i gard. Eg flyg til Svithjodar i fyrramalid med morg morg kilo i yfirvikt, finnskt jolakonfekt og vin. Kem til i Uppsala a leidinni til Gautaborgar eins og sannur jolasveinn. Ho ho ho.

07 desember

Brunavidvorun

I hadeginu bordadi eg i motuneyti adalposthussins i Helsinki. I salnum voru orugglega i kringum hundrad manns ad fa ser hadegismat. Thegar brunavidvorunarkerfid for i gang leit folk varla upp, helt bara afram ad borda og tala undir vaelandi sirenuhljodinu. Vid erum haett ad geta treyst oryggiskerfum vegna thess ad thau eru alltaf ad bila. Ad minnsta kosti datt mer ekki i hug ad standa upp eda hlaupa ut thott bjallan hringdi. Klaradi bara kaffid mitt i rolegheitunum og vonadi ad einhver myndi laga bilunina.

06 desember

þjóðhátíðardagurinn


þjóðhátíðardagurinn
Originally uploaded by helga_lara.
Í dag er þjóðhátíðardagur Finnlands. Klukkan þrjú er næstum því komið myrkur og það eru engin börn á ferli. Engar blöðrur, ekkert kandíflos. Mér skilst að flestir fagni hátíðinni með því að horfa á beina útsendingu frá kvöldverðaboði forsetans, frú Halonen. Þá horfir þjóðin langeyg eftir kartöflunum hverfa upp í fína fólkið og svo eru fjölmiðlarnir á morgun undirlagðir umfjöllun um kjólana og skartið. Ekki ósvipað nóbelsverðlaunafárinu í Svíþjóð...

Myndin er tekin út um herbergisgluggann á Tehtaankatu klukkan þrjú í dag.

04 desember

Annar í aðventu

Í gær og í dag hefur verið heiðskýrt og logn í Helsinki með tilheyrandi kulda. Í morgun ákvað ég því að fara til Suomenlinna sem er lítil eyja og gamalt virki rétt fyrir utan höfnina. Gekk í röskan klukkutíma í einkennilegri þögn milli húsa sem virtust vera alveg mannlaus. Eyjan er full af skiltum sem benda á ólík söfn og kaffihús en það voru hlerar fyrir öllu. Samt mjög fallegt. Setti inn mannlausar myndir frá Suomenlinna áðan.

Við Hulda fórum saman í Liseberg um síðustu helgi. Setti inn myndir af henni þar sem hún mætir jólakanínunni. Hulda stóð heillengi og horfði á kanínuna áður en hún gekk að henni og faðmaði hana að sér. Lisebergskanínan hefur magnað aðdráttarafl á börn. Alltaf brosandi og með opinn faðminn.

Er að hlusta á last.fm "simular music to Gabriel Faure" og ætla að fara að plana jólamatinn... Mikil stemmning.

01 desember

nytt tolvupostfang

Gamla tolvupostfangid mitt haetti ad virka i morgun. Nyja tolvupostfangid mitt er helga.lara.thorsteinsdottir(hja)gmail.com. -Thetta nyja tolvupostfang er sannkollud martrod fyrir alla sem ekki tala islensku. That er greinilegt ad eg er ad flytja heim...

Fekk lanada hafnfirsku sifjaspellsbokina a bokasafninu eftir vinnu i gaer og klaradi hana i einum rykk. Anaegjulegt ad standa upp eftir lesturinn, kveikja a tolvunni og sja ad sogukonan hafdi verid valin kona arsins a medan eg las.

Las lika adra bok eftir finnska dyrlega fjoldasjalfsmordsmanninn (man ekki hvad hann heitir) "Ar herans" og fannst hun aedi. Hlakka til ad lesa nyju bokina hans (hef bara sed hana i saenskri thydingu). Naest a dagskra er samt Bitlaavarpid. Bokin liggur a golfinu vid hlidna a ruminu minu og eg hef nokkrum sinnum beygt mig nidur eftir eplinu sem er a forsidunni...Powered by Blogger