29 maí

kast

Eg er i kasti yfir thvi ad Framsoknarflokkurinn skuli komast i meirihlutastjorn i Reykjavik. Hann er sa flokkur sem hefur minnst fylgi i borginni. Hvernig er thetta haegt? Fair velja mann i lidid en samt faer hann ad rada! Helmingur landsmanna byr i Reykjavik.

28 maí

í höfn

Grenjandi rigning í Gautaborg, dimmt og vindasamt. Við Hulda erum að baka pönnukökur og hlustum á Ávaxtakörfuna. Hulda segir að hún ætli ekki út því það sé vetur. Hvar er sumarið? Varði ritgerðina mína á föstudaginn. Það gekk vel. Ég bjóst við miklu grimmari spurningum frá konunni sem spurði mig út úr, hún var hins vegar bara mjög ljúf og jákvæð. Í lokin spurði prófdómarinn mig hvort ég væri að hugsa um að fara út í pólitík...

17 maí

Tímamót

skilaði ritgerðinni áðan. Ætla að taka mér frí frá tölvunni um skeið...

14 maí

Bravó!

Þjóðminjasafnið með bestu söfnum í Evrópu!

Var einmitt að skrifa í ritgerðina mína að Sigurður Málari hefði ætlað Þjóðminjasafninu að vera miðstöð rannsókna á menningararfi þjóðarinnar... Það var árið 1863 og fimmtán gripir til í safninu. Þeir voru til sýnis á innan við 10 fermetrum á Dómkirkjuloftinu.

11 maí

hömmer=bömmer

verð að leyfa mér að endurtaka gagnrýni dr.gunna (ef hún fór framhjá einhverjum) varðandi Hömmer jeppa skekkjuna. Bæði happadrætti DAS og "B" listinn (uss, það er framsókn = leyndó) nota Hömmer jeppa sem gulrót til að ná fram markmiðum sínum. Hver kaupir miða í DAS í þeirri von um að fá Hömmer jeppa (sem eyðir skrilljón lítrum á hundraðið)? og hverjum finnst forsvaranlegt að flokkurinn sem situr í forsætisráðuneytinu spæni götur borgarinnar á svoleiðis tæki? (hömmer jeppi samsvarar skriðdreka að breidd). nú er komið gott.

10 maí

víða pottur brotinn=sólgleraugu

Þetta hangir saman: lítið samfélag og stór sólgleraugu. Því stærri sem gleraugun eru (og dekkri) því betra og því auðveldara að labba á fjölförnum stöðum og gjóta augum til einhvers eða líta undan. Til að fullkomna outfittið er gott að vera með ipod eða vasadiskó.

Ég fagna hugmyndinni um að gera "Skansen" í Reykjavík, það þýðir að við myndum sameina Árbæjarsafn og Húsdýragarðinn (hugmynd sem heyrist mjög oft) en........ þá þarf að vinna mikla grunnvinnu fyrst OG til þess þarf peninga (önnur algeng ástæða þess að hugmyndir komast aldrei á koppinn). Hér situr hnífurinn pikkfastur í kúnni, -alveg sama hvar Húsdýrin og húsin eru staðsett í heiminum.

04 maí

Árbæjarsafn

Kæri lesandi. Það skiptir engu máli hvar Árbæjarsafn er staðsett í borginni. Það er á ágætum stað þar sem það stendur núna, við Elliðaárdalinn, nálægt miðju borgarinnar, milli íbúðarhverfa þar sem flest fólkið í borginni býr. Gamli Árbærinn, í kringum hvern safnið er byggt, er á sínum upprunalega stað. Það sem skiptir máli er hvernig Árbæjarsafn er rekið, hvernig við ræktum starfsemina á safninu sjálfu. Það að hringla með húsin um borgina kostar fullt af peningum, við gætum notað brot af þeim til að gera eitthvað sem skiptir máli. Samfylkingin vill safnið í Viðey, -ég segi að það sé ekki tímabært.

01 maí

Manneskjuleg og góð hugmynd!

http://www.likamsvirding.is/ tjekk itt át.Powered by Blogger