29 desember

úlnliður

Góðan daginn og gleðileg jól. Ekki leiðinlegt að baka lengur... Tek tilbaka allt sem ég sagði varðandi það að ætla aldrei að baka aftur.

Jólafríið fólst í því að kveikja ekki á tölvunni í nokkra daga til að gefa úlnliðunum frí. Annars var fríið í sannkölluðum express stíl, -mjög mjög stutt.

22 desember

sjö

tvöþúsund og sjö ætla ég að: 1) fá vinnu 2) rækta garðinn við bakhúsið 3) byrja í kór 4) fá píanettuna aftur 5) hlaupa 6) fara í göngu 7) hugsa betur um hlutina almennt....

18 desember

efldur vængur

Hulda er komin heim með bleika legó-kubba í farteskinu og jólasveina á heilanum. Ég tek klökk þátt í "mamma, pappa, barn" (ég er alltaf mamman, en hún stóra systirin og dúkkurnar litlu systurnar).

Hef bætt samstarfskonu minni Dagnýju á vænginn með frekar mikilli viðhöfn, -svona miðað við...

15 desember

Þekki ekki reykina

Við leigubílsstjórinn sammældumst um að það væri líklega kviknað í nýju moggahöllinni í hádegismóum í morgun. Úr þeirri átt steig svartur reykur, og svo annar aðeins minni við hliðina á. Eftir því sem við komum ofar á Höfða fór ég að hugsa að þetta væri líklega reykur úr jarðhitavirkjun á Hellisheiði. En ég er ekki viss...

13 desember

Ute är mörkt och kallt, i alla husen,, lyser nu överalltde tända ljusen., Då kommer någon där, Jag vet nog vem det är, Sankta Lucia, Sankta Lucia., Sjungande fram hon går, vitklädda flicka., Krona hon har i hår,, bär på en bricka., Nu är luciadag, och jag är väldigt glad, Tänker på julen, tänker på julen.

Hulda var víst pepparkaksgubbe...

11 desember

vængur

Þetta er prufa.

Lúsía

Nú er nóbelsveislan búin og mæjónesin orðin gul. Ég horfði á veisluna í sjónvarpinu af ljúfri skyldurækni. Næst á dagskrá: Lúsía.

09 desember

jólahreingerning dauðans?

Setti vísakortið mitt óvart í þvottavélina. Ætli það sé ónýtt?

08 desember

ívaljúeisjón

Um síðustu áramót bjó ég til þennan lista yfir þá 7 hluti sem ég ætlaði mér að gera árið 2006. Nú eru skyndilega að koma önnur áramót og því tímabært að fara yfir stöðuna.

7 hlutir sem ég ætla að gera árið 2006:
flytja til Íslands (tjékk)
klára mastersritgerðina mína (tjékk)
finna mér vinnu (tjékk)
fara í ferðalag um ísland (tjékk)
græða peninga (tjékk)
hlaupa 10 kílómetra (ca. 3 vikur til stefnu...)
rétta úr bakinu og bretta upp ermarnar svona almennt (tjékk)

Nú þarf ég að leggja höfuðið í bleyti og búa til samsvarandi lista fyrir árið 2007. Ég teysti því að þið fylgist spennt með...

06 desember

katastróf nasjónal

Ég fór í þriggja búða leiðangur til að kaupa rétt hráefni í Lussekatter í fyrradag. Konan í ostabúðinni tók sérstaklega frá "kvarg" handa mér og saffranið kostaði hvítuna úr augunum... Jólakökurnar urðu samt að fallegum litlum steinum þegar þær komu úr ofninum. Ég hugsa að ég geti spreyjað þær með hárspreyi og notað þær í jólaskraut um ókomna framtíð, þær skemmast örugglega ekki frekar en trölladeig.

Ég er hætt að baka.

05 desember

gott múf

04 desember

Eftir helgina

Föndrið kom á óvart. Margir sem komu og sátu lengi og margir karlmenn sem lögðu sig fram um að flétta körfur. Ég bjóst við að stressið væri að fara með íslenskar barnafjölskyldur... Hafði rangt fyrir mér.

01 desember

skæri og lím

Hlakka til að fara í búning og föndra á jólasýningunni í Árbæjarsafni á sunnudaginn. Að þræða hjartakörfur er með því erfiðara sem ég hef fengist við á stuttri starfsævi en samt eitthvað sem ég hef alltaf þráð að ná færni í. Það verður opið frá eitt til fimm og þið eruð öll velkomin!Powered by Blogger