27 febrúar

inndauður á dýnu

Hulda er að læra um risaeðlur í leikskólanum. Hún sagði mér að þær væru útdauðar. "En mamma, það er samt betra að vera inndauður. Þá er maður inni og dettur á dýnu...".

23 febrúar

Eiríkur Hauks

Hulda reif bókstaflega Fréttablaðið úr höndunum á mér í morgun því hún vildi skoða myndirnar af Eiríki Haukssyni. Ætli hún vilji vera hann næst þegar öskudagur rennur upp?

20 febrúar

tvennt

Af þessari síðu getur þú reiknað út hvað þarf margar jarðir ef allir sólunduðu eins og þú: http://www.myfootprint.org/ -Ég fékk út að það þarf ekki nema 2,9 jarðir ef allir lifðu eins og ég!

Af myndasíðu má sjá hvað Hulda er orðin góð í að standa á höndum...

Meira síðar.

18 febrúar

jólasveinn í febrúar.

Ánægð með að Eiríkur Hauksson skyldi vinna Euróvisjón Natjón. Hann hefur ekkert breyst í tuttugu ár. Finnst að Nivea DNage plús auglýsingarnar ættu að nota hann sem fyrirsætu.

Hulda ætlar að vera jólasveinn á öskudaginn.

12 febrúar

allt gott bara...

06 febrúar

Loftlagsbreytingar...

ég er miður mín yfir nýrri skýrslu um loftlagsbreytingar... Sótti kerruna hennar Huldu í gærkvöldi og gekk með hana í leikskólann í morgun. Loftið farið úr dekkjunum þannig að við skröltum niður brekkuna.

Er annars orðin svolítið þreytt á mannmergðinni í leikfiminni. Á mánudögum er svipaður fjöldi fólks á fermetra eins og á Laugaveginum á Þorláksmessu. Beini þeim tilmælum til hinna að þeir hætti svo ég hafi meira andrími...Powered by Blogger