05 nóvember

Naan

Gaui er kominn frá Linköping, dauðþreyttur. Eyjólfur fluttur til Eddu í næstu götu. Nú finnur maður hvað það er gott að eiga góða ættingja. Eyjó og Huldu varð mjög fljótt til vina og hann gaf frænku sinni barnafarsíma (sem hún elskar).... -kannski við Gaui kíkjum í bíó bráðum. Pöntuðum indverskan mat og Halla og Atli komu. Ég er mjög hrifin af indverskum mat og get borðað nánast hvað sem er ef það er kryddað á indverska vísu. Huldu finnst Naan brauð mjög gott en hún var svo þreytt þegar við borðuðum að henni datt ekki annað í hug en að kasta brauðmolunum í gólfið. "Orkaði" ekki að stinga neinu upp í sig nema snuðinu.







Powered by Blogger