12 febrúar

Fegurðin á undanhaldi

Keppnin um ungfrú Svíþjóð verður ekki haldin í ár. Þessi gripasýning hefur orðið vandræðalegri og vandræðalegri með hverju árinu og nú er sumsé svo komið að það þorir engin sjónvarpstöð að sýna hana. Ekki nóg með að áhorfið hafi minnkað, kröfurnar hafi verið orðnar ruglingslegar með IQ mælingum, heldur þarf líka að greiða lúkkinu sem dómurunum geðjast best að 200.000 (ísl.) í mánaðarlaun, útvega farsíma og skrifstofu. Reyndar kemur fram í fréttinni að Svíar hafi ekki unnið Miss Universe nema 3. sinnum síðan 1949 og þá veltir maður því fyrir sér hvort þeir séu bara svona tapsárir..... Allavega -Yess nú eigum við meiri sjéns á að vinna !!!

Við Hulda ætlum til Stokkhólms á morgun að hitta Möggu. Hlakka til.







Powered by Blogger