18 febrúar

Heja Sverige

Gólfkuldinn á nýja leikskólanum hennar Huldu stendur hjarta mínu næst í dag. Ég verð bara að senda hana í þykkum sokkum eða mokkasíum þangað.... Annars gengur "inskolningen" (aðlögunin) bara sultu vel.

Við Ullrika (nágranni minn) förum saman í leikfimi tvisvar í viku og þar finnst mér ég alltaf vera komin í einhverskonar æfingar- og herbúðir eingöngu ætlaðar fyrir Svía, eitthvað svona batterí til að styrkja þjóðina innbyrðis. Tónlistin sem hljómar í salnum er ýmist vinningslög Svía í Eurovision eða hvatningarlög fyrir sænsku landsliðin í handbolta, fótbolta eða íshokkí. Konurnar eflast alveg ótrúlega við að hoppa í takt við textann "Vi er gula vi er bla" og svo klappa þær hvorri annarri á bakið -svona hvetjandi klapp. Ég þori ekki að segja neitt til þess að það komist ekki upp hverrar þjóðar ég er. Yrði örugglega rekin út.

Spurning hvort ég geti miðlað til ykkar eitthverjum leyndarmálum um hvernig þessi lið hafa náð árangri í keppnum gegn Íslendingum frá örófi alda.







Powered by Blogger