26 febrúar

Júgóslavneskt svínakjöt og sólskinskórinn

Ég get ekki hætt að hugsa um þennan barnakór, Sólskinskórinn. Celine Dion var örugglega ennþá á leikskóla einhvers staðar í frönskumælandi Kanada þegar Sólskinskórinn söng "Sól sól skín á mig" og Soffía og Anna Sigga sungu "Komdu niður". Við höfum hlustað á stóru barnaplötuna 3 svona fimmhundruð þúsund sinnum upp á síðkastið og alltaf stingur þessi agressívi söngur mig. Ég vissi varla fyrr en um fjögurhundruð þúsundustu hlustun að það væri yfir höfuð lengri texti við "sól sól skín á mig" annar en viðlagið. En það heyrist bara (fyrir utan viðlagið góða) "blómgarða bala - sumar(-...) dægrin löng..." -restin af textanum kafnar í ótrúlega hröðum (og má ég segja tilfinningalausum) söngnum. Ætli þetta sé vondri upptökutækni að kenna -eða einfaldlega skorti á væmni?

Annars fór Gaui með samstarfsfélögum sínum út að borða í hádeginu í gær með þeim afleiðingum að sumir voru óvinnufærir langt fram eftir deginum í dag. Júgóslavneska svínakjötinu var sumsé skilað með látum heima hjá fleirum en mér..... -Þarf ég að segja meira? -







Powered by Blogger