06 febrúar

Um daginn og veginn...

Langt síðan ég hef bloggað um daginn og veginn.

Hulda er veik. Hún var send heim með leigubíl frá Ullu dagmömmu í fyrradag og hefur verið í fanginu á mömmu sinni síðan. Kellingaranginn. Ég þigg ráðleggingar í sambandi við hitalækkandi meðul handa 16 mánaða...

Það er komin pínulítil vorlykt. Snjórinn er farinn og krakkarnir hérna úti á leikvellinum fyrir framan eru ekki lengur klædd eins og geimfarar.

Í næstu viku verður "sportlov". Þá er frí í skólum og allir sem vettlingi geta valdið fara á skíði. Í Svíþjóð þykir mjög fínt að stunda skíðaíþróttina. Ég er að hugsa um að vera heima og leika með Huldu. Svo á ég pantaðan tíma í klippingu og svona....

Gaui er að verða búinn að lesa Bóksalan í Kabúl fyrir mig. Sjálf er ég að lesa bók sem heitir 28 timmar pa ett dygn eða eitthvað og fjallar um breska tveggja barna móður sem vinnur svona dæmigert Wall Street starf. Þessar bækur gerast á svipuðum tíma en gætu ekki verið ólíkari.

Já og svo er Oddur frændi að bjóða sig fram sem formann Ungra Vinstri Grænna....







Powered by Blogger