10 febrúar

Vafasamur gestgjafi

Kóngurinn í Svíþjóð er í öfundsverðri stöðu. Það er þverpólitískt samþykki um að hann megi ekki tjá sig um stjórnmál á opinberum vettvangi.... -og það er sko ekki bara "af því bara"
Í gær hélt hann blaðamannafund þar sem hann sagði frá nýafstöðnu ferðalagi sínu til eyjarinnar Brunei. Honum fannst alveg frábært hvað einræðisherrann þar er í góðu sambandi við þjóð sína, býður henni t.d. allri í brunch við valin tækifæri....
Þegar við vöknuðum í morgun við útvarpsvekjaraklukkuna fannst mér skömmin næstum því áþreifanleg. Málsmetandi pólitíkusar hér í landi fela andlit sitt í höndum sér og hugsa "djísös kræst", allir sem einn.







Powered by Blogger