09 febrúar

vaxdúkahjartsláttur

Ég er sko alveg pottþétt enginn veðurfræðingur í mér. Eftir yfirlýsingar um vorkomu hefur mælirinn farið hressilega niður fyrir frostmark og jörðin er alhvít.

Fór á mína fyrstu hljómsveitaræfingu á laugardaginn. Ég var beðin um að syngja rokk (ekki frumsamið) með eðlisfræði- og verkfræðibandinu (þeir koma hvergi fram og spila bara ánægjunnar vegna). Þóttist vera óhult í gluggalausum kjallara en ég kiknaði undan álaginu og hjalaði bara pínulítið í míkrófóninn.... Aumingi. Ég skil hvers vegna rokkurum hættir til að hella sér út í áfengisneyslu og vímuefnaneyslu.

Kellingin í hjarta mínu dró mig í dýrustu búðina í heimi þar sem ég keypti dýrasta vaxdúk sem er framleiddur í veröldinni. Er enn með hjartslátt eftir þau kaup og veit ekki hvort að muni hægjast á honum fyrr en undir lok vikunnar....

Er með stillt á rás 2 og ætla að hlusta á Svandísi og Odd .







Powered by Blogger