01 mars

afmæli

Í dag eru fimmtán ár síðan bjórinn var leyfður á Íslandi og fimmtán ár síðan Halldór Kristján fæddist. Í dag á Hulda líka eins og hálfs árs afmæli.
Ég man hvað ég var lasin vikuna sem Halldór fæddist. Amma Kristín vildi vera góð við mig og keypti rauðan lakkrís sem ég gat ekki með neinu móti komið niður. Amma Dista passaði okkur kvöldið sem Halldór kom í heiminn og reif niður í (minnstu dökkröndóttu Arabia skálina) hálft epli sem ég gat heldur ekki kyngt, Rocky 1 var í sjónvarpinu. Ég hlýt að hafa orðið svona veik af spenningi, þetta er að minnsta kosti vika sem ég man í ótrúlegum smáatriðum.

Hulda fagnar með "hefðbundnum" hætti, 39 stiga hita með tilheyrandi. Hún er farin að segja "kida " (="kisa") og svo getur hún svarað með ótrúlegum búkhljóðum þegar maður spyr (á sænsku eða íslensku nóta bene) hvað grísinn segir !!! Ég held að Hulda hljóti að vera áttunda undur veraldar....







Powered by Blogger