28 mars

Boðunardagur Maríu

Við mæðgur erum að koma úr messu hjá séra Ágústi í Skars Kirkju. Kórinn söng og Hulda tók þátt í barnamessunni. Anna og Eyjó voru líka. Gaman.

Vorið kom í dag og klukkan breyttist. Nú er aftur tveggja tíma munur á Svíþjóð og Íslandi.

Vorum með fólk í mat á föstudagskvöldið og líka í gærkvöldi. Nú er Gaui með stór gleraugu að reyna að leysa stífluna í eldhúsvaskinum. Það er víst smá sprengihætta ! Við höfum ekkert geta vaskað upp síðan í gær... Oj.

Keyptum lestarmiða til Uppsala í morgun. Förum á föstudaginn langa og komum til baka þriðja í páskum. Jibbí.







Powered by Blogger