05 mars

Börn

Það heitasta í uppeldisumræðunni í Svíþjóð eru svokallaðir "Curlingforeldrar". Nafnið vísar til íþróttar þar sem fólk hleypur á undan kúlu vopnað sópum. Markmiðið er að fá kúluna í mark á stuttum tíma og sá sem sópar best vinnur. Hér getur hvert rykkorn skipt máli.
Curlingforeldrar eru svo "umhyggjusamir" og sópa "lífs"brautina svo vel fyrir börnin sín að þau geta ekki tekist á við hnökra. Í gær skrifaði einhver sálfræðingur í GP þar sem hann varar foreldra við því að stofna "eineltisfélög" í skólanum ef einhverjum er strítt því oft er það eins og að gróðursetja pottablóm með jarðýtu. Barnið verður að þola mótlæti og lærir það ekki öðruvísi en að mæta því "náttúrulega."








Powered by Blogger