15 mars

eftir annir

Þessari sýningu tókst ekki að hneyksla neinn svo talist getur. Ullrika var ánægð vegna þess að henni finnst listamaðurinn leggja áhugaverðar spurningar með draslinu sínu. Og þá get ég ekki verið annað en ánægð. Ég hlýt að hvetja alla til að skoða verkin hans Þorvaldar Þorsteinssonar. Hann lét t.d. byggja turn í 60.000 manna þorpi í Finnlandi þaðan sem nöfn allra bæjarbúa voru lesin upphátt og þeim, hverjum fyrir sig, þakkað fyrir að styrkja listir (sem skattgreiðendur auðvitað). Svo hefur hann skýrt annað verk (sem er á sýningunni hérna í Gautaborg) "Allt sem ekki varð en hefði getað orðið" - við það verk getur maður endalaust bætt dóti, t.d. bíómiðum sem ekki hefur verið rifið af, fiðlu sem engin hefur æft sig á og trúlofunarhring sem enginn setti á fingur sér o.s.frv. -Æ ég er svo mikill "sökker" fyrir svona pælingum. Sofnaði áðan yfir barnatímanum með Huldu í fanginu. Þreytt.







Powered by Blogger