18 mars

Það er reyndar svolítið takmarkað hvað ég nenni að demba mér í þunglyndis og vonleysiskast vegna þess með skólann og ónýtu framtíðina og allt það - og það er vegna þess að það er 10 stiga hiti og sól. Svíar eiga í alveg sérstöku sambandi við sólina. Um leið og til hennar sést taka þeir sé frí frá vinnu og setjast á bekk með andlit í átt að sólu og hafa það "mysigt" (= notalegt = liggja í leti). GP (Gautaborgarpósturinn) er fullur af fréttum um vorkomuna héðan og þaðan ,, Lena Olson frá Backa sá fugl í garðinum sínum í gær. Það er ljóst að vorið er á næsta leiti....". Svo er reyndar hvert einasta auglýsingapláss í borginni nýtt undir upplýsingar um stórkostlega krabbameinsvá sem blasir við okkur í nánustu framtíð. Annar hver Svíi mun verða haldinn krabbameini eftir 25 ár eða eitthvað.... Iss þetta steindrepst allt maður.... (oj hvað ég er fúl eitthvað)....







Powered by Blogger