31 mars

íslenskt sumar

Eins og hendi væri veifað kom íslenska sumarið til Gautaborgar. Nemandi minn hélt að það væri 18 stiga hiti. Ég keypti mér ís og gamlar konur sáust með sólgleraugu. Ég man ekki hvernig snjór er og skil ekki hvernig ég gat verið í þessari þykku kápu í síðustu viku! Maður sér hvernig náttúran verður græn í beinni og öll kaffihúsin hafa stækkað um helming með "uteservering." Æði.

Hulda er hætt að segja "pabbi úti" í tíma og ótíma og er þess í stað farin að segja "pabbi inni" (ég óskaði sérstaklega eftir því að allir hvettu hana til að segja eitthvað í staðinn fyrir "pabbi úti" því Hulda var eins og biluð plata). Svo hefur orðið "bajs" bæst við orðaforðann. "Bajs" er sænska og þýðir kúkur.... Hulda segir næstum bara "bajs" þessa dagana. Allt er "bajs" bæði bækur og dót, fólk og hlutir. Hvað næst?







Powered by Blogger