19 apríl

be be vita lamb

Hulda er með "Be be vita lamb" á heilanum. Þetta byrjaði einhverntíma fyrir páska en núna opnar hún ekki munninn öðruvísi en að það heyrist "Be be vita lamb-har du nagon ull?" í upphafi setningar eða við lok hennar. Áðan greip ég til þess ráðs að syngja "Bí bí og blaka" í hvert sinn sem hún byrjaði á sínu "Be be... " en hún horfði bara á mig eins og ég væri að ruglast og hélt áfram sínu lagi. Ég hélt ég væri að gera henni greiða með því að fá hana að hugsa um aðra laglínu. Hún hlýtur að vera með hausverk.

Í morgun var ljósmyndataka á leikskólanum. Foreldrar voru beðnir um að koma með börnin snemma og sömuleiðis beðnir um að fara strax. Ímynda mér að fóstrurnar hafi þurft að reka mæður vopnaðar hárburstum og teygjum öfugar út í fyrra. Mætti samt her vel snyrtra mæðgna í ganginum á leikskólanum í morgun. Þær voru að skiptast á teygjum og greiða. Það má sko ekki snerta hárið á Huldu með svona glingri, hún rífur það úr sér með látum.
Ég vona að það sjáist í Huldu og að hún sé ekki með snuðið uppi í sér á fyrstu "bekkjarmyndinni"







Powered by Blogger