16 apríl

Bera

Veðrið tók algjöra uppsveiflu og nú er sannkölluð Ibiza stemmning í Grautaborg. Ég (kennarinn) vildi endilega hafa "útitíma" og lét nemendur mína sitja í grasinu með bækurnar. Það var bara notalegt. Jakkinn sem ég keypti í þarsíðustu viku er strax orðinn of heitur.... Maður verður (nei ekki allir, ég verð..)svo þrjóskur varðandi sólina eftir langan vetur, það skal sko hver einasta mínúta nýtt! Svo verð ég eiginlega leið og pirruð á sólinni þegar lengra líður á sumarið. Fæ nóg.

Erum að plana að heimsækja Beru Nordal á vatnslitasafnið á Tjörn um helgina. Býst nú ekkert við því að sjá hana í eigin persónu en maður verður pínu andaktugur við tilhugsunina. Sumsé háleit helgi framundan.







Powered by Blogger