03 apríl

Blixt í byssó

Yfirmaður vopnaeftirlitsmanna Sameinuðu Þjóðanna í Írak Hans Blixt er mest sjarmerandi Svíi sem ég hef séð. Hann er eitthvað milli sextugs og sjötugs, alltaf glottandi, bæði klár og fyndinn og einhvernveginn þannig að maður bíður alltaf spenntur eftir því sem hann segir næst.
Í gærkvöldi kom hann fram sem gestur í annars leiðinlegum spjallþætti og talaði einlægt um það hvernig er að hitta Bush og Blair. Hann gerir lítið úr Bush, finnst hann strákslegur, rétt vonar að hann sé klárari en Saddam Hussein,hann sagðist eiginlega hafa meiri áhyggjur af gróðurhúsahrifunum en hryðjuverkaógninni...
Í lok þáttarins var leikur þar sem Blixt átti að finna vatsbyssu í stúdíóinu. Það tókst og svo skaut hann úr byssunni á þáttastjórnandann, -eða öfugt,en það skiptir ekki máli. Ég sofnaði með pínulítið meiri gleði í hjarta en venjulega.







Powered by Blogger