08 apríl

Þegar Gautaborgarmaraþonið bjargaði vorinu

Var að fá bréf inn um lúguna þess efnis að Linnéstaden (atvinnurekandinn minn) hefði hætt við fyrirhugaða "vorsýningu" á verkum nemenda í maí. Þessi vorsýning var ákveðin í þarsíðustu viku og mér var skipað í einhverja nefnd til að skipuleggja "ég-veit-ekki-hvað" eða "fyrir-hvern?" Mér líður eins og ég hafi unnið milljón í happdrætti! Hjúkk-itt! Jibbííí....

Ástæðan sem þau gefa upp er sú að sama dag og sýningin átti að vera verður Gautaborgarmaraþonið og allar götur í bænum lokaðar.
Finn hvernig maður getur ekki bara orðið léttari á því að hlaupa. Þessi hlaup hafa þegar létt mína lund all verulega. YESSSS!!! Lifi Gautaborgarmaraþonið !







Powered by Blogger