27 apríl

Eins og alltaf

Jæja. Gunnhildur og Magga komu til Gautaborgar um helgina. Vegna veðurs sátum við á kaffihúsum og veitingastöðum eins og við værum að safna áheitum, -en mikið var gaman. Á meðan hefur sitthvað fengið að sitja á hakanum og þess vegna ætla ég að hefja átakið "Helga mín taktu þig nú á 2004" -hugsa samt að ég stofni ekki reikning af því tilefni...

Nýjasta lagið hennar Huldu:
Akta dig, akta dig,
lille snigel, akta dig
annars tar jag dig.
("akta dig" þýðir: "passaðu þig")







Powered by Blogger