23 apríl

Fjórða Langgatan klukkan 10

Ég var búin að skrifa svolítið langan texta um hvernig göngutúrinn á leikskólann hennar Huldu er í annarri vídd en allt annað sem gerist á daginn. Hvað það er einkennilegt að alltaf mætum við sama fólkinu dag eftir dag og nú er ég við það að heilsa póstkonunni með þykku gleraugun sem leggur hjólinu sínu og horfir í augun á mér þetta augnablik á hverjum morgni. Svo skrifaði ég um konurnar í Emmaus Second-hand sem sitja þarna og reykja á hverjum degi rétt fyrir klukkan 10 og um manninn með síða hárið sem gengur á eftir okkur rétt áður en við komum á leikskólann. Hann heldur á bláum plastkassa fyrir flöskur. Og húsvörðurinn í húsinu okkar bíður venjulega í bílnum á meðan við göngum yfir gatnamótin og glápir á okkur. Honum ætla ég ekkert að heilsa. Svo er ég í hinni venjulegu vídd á leiðinni heim því ég horfi frekar niður fyrir mig án barnavagnsins og geng hraðar. En þessu missið þið nottlega af vegna þess að textanum var eytt af BloggerTM!!! (tæknin að stríða okkur....). Demitt.

Hildur frænka er farin að blogga, ég vildi óska að fleiri gerðu það. Hildur á tengil á hægri vængnum.







Powered by Blogger