30 apríl

Valborgarmessa

Upp er runninn nýr dagur, Valborgarmessudagur, afmælisdagur Kalla kóngs og eini dagurinn sem suður-Amerísk karnivalsstemmning ríkir í Gautaborg. Í eftirmiðdaginn keyra skreyttir vagnar um borgina. Allir nemendur á BS stigi í skólanum hans Gaua, Chalmers, hafa unnið nótt sem nýtan dag við að byggja vagnana. Í verðlaun er ótakmarkað magn af bjór, bæði á meðan maður byggir og líka þegar keyrt er, en ekki síst eftir aksturinn. Við förum í bæinn og horfum á bílalestina, sem er ekki ósvipuð þeirri sem fornbílaklúbburinn á Íslandi er með á sautjánda júní, nema hérna er lestin töluvert lengri, bílarnir stærri og margir í fullkomlega óökufæru ástandi... Skál ! Og til hamingju Carl Gustav !







Powered by Blogger