18 maí

Bara ef......

ég vissi hvað ég vildi -þá væri nú brautin bein, en ekki beinin brotin (nei þetta er nú pínulítið bull en með sannleikskjarna "dauðans").

Hulda er farin að henda skóflum og hrífum niður af svölum. Hún klifrar sjálf upp í vagninn sinn og reynir að fara þaðan á eftir skóflunum sínum og hrífum. Hún fær að koma með mér fram á stigagang til að henda rusli en fær ekki að taka lyftuna og öskrar þá af öllum lífs- og sálarkröftum, einbeitt í ásetningi sínum. Nágrannarnir opna fram á gang til að athuga hver sé að misþyrma hverjum. Vill fá teygju í hárið bara til að taka hana strax úr aftur. Ég var orðin þreytt klukkan hálf tíu í morgun ...

Íslendingakórinn í Gautaborg ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og er nú að æfa hið stórkostlega kórverk "Hallelujah". Söng línuna "Hallelujah" svona fimmhundruð þúsund sinnum frá klukkan sjö til ellefu í gærkvöldi. -Kannski þess vegna sem ég er svona búin á því. En þetta hljómar nú ekki eins illa eins og lesendur gætu mögulega ímyndað sér og verður flutt á messu annan í Hvítasunnu. Íslendingakórinn í Gautaborg leynir á sér....

Fann frumsamið ljóð eftir Jóhönnu Cortes 8 ára í gömlum pappírum í Hagabíói í gær! Það var myndskreytt og fjallaði um Seppa.







Powered by Blogger