16 maí

Helgin

Danski krónprinsinn gifti sig og Hulda fékk síðustu augntennurnar og var með 39 stiga hita svo ég gat með góðri samvisku horft á beina útsendingu. Sagði "sjáðu, þarna er prinsinn, þarna er prinsessan." Og "vá..." -felldi tár og hélt áfram að trúa á það góða í heiminum eftir hlaupin á þriðjudeginum. Svo byrjuðum við að raða öllum 700 myndunum í albúm og fylgdumst með því þegar Svíar unnu ekki Eurovision, (sem þeim finnst óskiljanlegt). Í kvöld verða svo vortónleikar íslenska kórsins í Gautaborg, "Hve bjart er veður..." Sumarveðrið fór heim til sín í síðustu viku en er nú blessunarlega komið til baka.







Powered by Blogger