04 júní

Gestur

Í Íslandsæði mínu stillti ég á rás 2 í morgun (í gegnum tölvuna). Gestur Einar við hljóðnemann að lesa upp úr flugufréttum !! Langur lestur um að "Bubbi Morteins hafi nú náð átta silungum á minnstu gerð af einhverri x gerð af flugu um daginn." Svo flettir hann blaðinu svo heyrist og heldur áfram að lesa eitthvað alveg óskiljanlegt um fluguveiði. Loksins viðurkennir Gestur að hann skilji nú eiginlega ekkert í þessu sjálfur eða viti neitt um flugur, -"-þetta er nú kannski bara fyrir þá sem hafa mikla þekkingu á svona veiðistöngum -en þetta er nú bara stórskemmtilegt." Svo heldur hann áfram að humma svona létt í morgunsárið alveg eins og hann sé ennþá í Stellu í Orlofi. -Djöfuls bull. Hann á bara að vera við míkrófóninn í samkomusalnum á Grund. Fyrir hvern er þetta stórfurðulega útvarpsefni? Hvar er Þorgerður Katrín og hvert fara afnotagjöldin?







Powered by Blogger