19 júní

júníkvef

Rigning úti og við erum öll með hita og kvef. Það er sumsé mjög notaleg stemmning á Frigangsgötunni. Horfðum á heilan fótboltaleik í gærkvöldi og fundum hvernig blokkin skalf þegar Zlatan skoraði markið gegn Ítölum ! Ég held ég geti horft á annan leik í þessari keppni -og þá er nú mikið sagt og svei mér þá...

Ég velti því lengi fyrir mér í dag hvernig á því stendur að mér tókst að horfa á leikinn án þess að fá hroll. Mig grunar að óþol mitt gagnvart íþróttinni eigi rætur sínar að rekja til Bjarna Fel og ensku knattspyrnunnar á laugardögum. Bjarni Fel er maður sem ég elska að hata. En nú er svo langt um liðið að mér er hreinlega hætt að detta hann í hug (og þetta lím-heila stef ensku knattspyrnuþáttanna du du du du du du du du du...du du duruddu du) og þess vegna er mér eiginlega batnað óþolið. Talaði við tvær konur um leikinn í dag sem báðar hafa óvænt áhuga á knattspyrnu og síðast en ekki síst var það kona sem lýsti Svíþjóð-Ítalía í sænska ríkissjónvarpinu ! Sko!







Powered by Blogger