24 júní

midsommar

Nú rignir eldi og brennisteini frá Malmö til Riksgransen í norðri og mun gera það næstu daga. Á morgun verður haldið upp á midsommar í Svíþjóð. Sú hátíð er næst á eftir jólunum í mikilvægi og mikil pressa á fólki að kaupa síld og bjór og tína blóm. Ég hef aldrei verið hérna á þessum árstíma og mér finnst fjölskyldan mín ekkert vera verri þótt okkur hafi ekki verið boðið að dansa í kringum blómskrídda stöng neins staðar. Alveg þangað til í gær hélt ég að hápunktur midsommar væri þegar kveikt væri í blómunum og að fólk ætti að dansa í kringum bálið. But I was wrong...







Powered by Blogger