01 júní

Úrslit !

Byrja nottlega á því að þakka ótrúlega mikla og góða þátttöku. Átakanafnagift er kapítuli útaf fyrir sig, -átakalega vanmetinn kapítuli. Kannski fær hann samt uppreisn æru með tillögunni sem vann miðbæjarsamkeppnina sem Landsbankinn stóð fyrir um daginn. Vann ekki "átakanafngiftin" "Það sem er gott fyrir bæjarins bestu er gott fyrir miðbæinn" - Það er auðvitað hægt að snúa þessu yfir í "það sem er nógu gott fyrir bæjarins bestu er gott fyrir mig" eða bara "ein með öllu 2004"

En "Helga 2004" er nafnið, það nær alveg fullkomlega yfir viðfangsefnið. Nú er bara eitt eftir -að snúa sér að innihaldi átaksins...

Las um helgina bókina 39 þrep á leið til glötunar eftir Eirík Guðmundsson. Þar segir höfundur frá útvarpsþætti þar sem viðmælendur voru beðnir um að gera lista yfir 50 atriði sem þeir vildu gera áður en ævinni lyki. Það þarf ekkert að vera endanlegur listi en mér finnst aðferðin (svona viljastyrkslega séð) heillandi.

Síðasta messa vetrarins í gær. Séra Ágúst messaði í einn og hálfan klukkutíma yfir einum fermingardreng og óþolinmóðum kirkjugestum. Kórinn söng Hallelúja. Og nú er að bresta á með ótrúlega góðu veðri og sumarfríi...







Powered by Blogger