14 júní

sinfóníuhljómsveit, rækjur og fleira

Langar að benda ykkur á að hér er allt að verða vitlaust og nú get ég bara ekki beðið eftir að borða íslenskan fisk á Íslandi. Hér er kjúklingur og hakk til skiptis í matinn kvöld eftir kvöld (þegar við erum ekki í einhverjum geggjuðum matarboðum).

Sumarið er algjörlega komið og ég er eldrauð eftir úti-sinfóníutónleikana sem voru í Slottskogen í gær. Nýr stjórnandi frá einhverju þýskumælandi landi lét sig ekki um að spila þung verk í moll fyrir mörg þúsund léttleikaleitandi, sólsleikjandi Svía. Til þess þarf hugrekki.

En það var gott að liggja í grasinu og gera ekki neitt, sérstaklega í ljósi föstudagskvöldsins sem kallaði á tvo heila daga í endurheimtingu sjálfsins. Halldór Örn kollegi Gaua varði doktorsritgerðina sína og bauð upp á ótrúlega góðan mat og ókeypis áfengi (sem hann keypti í Danmörku að sjálfsögðu).

Í millitíðinni fór ég á tónleika með Mosfellskórnum sem söng létt dægurlög við undirleik Yamaha skemmtara í Skars-kirkju. Það toppar þetta ekkert.







Powered by Blogger