07 júní

svíþjóð

Við tókum Svíþjóð með trompi um helgina og borðuðum samtals 40 kjötbollur með sultu, þar af helminginn í mekka kjötbollumenningarinnar: IKEA. Gaman að hitta Eyjó og Kristján í Liseberg og vera þar í heilan dag í sól, fara í klessubílana og leyfa Huldu að fara marga hringi í karúselinu. Komast að því eftir miklar spekúlasjónir með foreldrum á róló að ástæðan fyrir því að það var flaggað er sú að 6.júní er þjóðhátíðardagur Svíþjóðar. Það hefur aldrei verið haldið upp á hann.
-En við gerðum það nottlega óafvitandi með okkar hætti.

Til hamingju með afmælið Gerður og Ásgeir!







Powered by Blogger