26 ágúst

dagur 2

Bloggið í gær var eitthvað endasleppt og skrýtið. Ég ætlaði að bæta við það en gleymdi mér og hélt meira að segja að ég hefði ekki gefið neitt út. En allavega.... Svo var haldið partý í skólanum í gærkvöldi þar sem boðið var upp á mat og vín, mér fannst svo gaman að (og örugglega hinum líka) að við sátum þangað til Securitas rak okkur út. Fyrsti skóladagurinn byrjaði sumsé vel. Það sem mér finnst skemmtilegast er hvað sumir eru hláturmildir, það smitar alla hina á svo góðan hátt - maður getur ekki hætt...

Ég er í alþjóðlegu námi og þess vegna er töluð enska. Þeir sem ég hef hitt hingað til eru frá: N-Ameríku, S-Ameríku, S-Afríku, Finnlandi, Danmörku, Kamerún og Svíþjóð. En það eiga fleiri eftir að bætast í hópinn. Ég var pínu stressuð yfir að það yrði einhver "þjóðbúningastemmning" í hópnum og að allir ættu að syngja lag frá sínu landi og þannig... -en það var sem betur fer ekki.

Sumsé: stuð.







Powered by Blogger