05 ágúst

og heim á ný

ljúft að finna pínulítið fyrir sumrinu í Gautaborg. 1) Hulda byrjaði strax í leikskólanum og hefur verið alsæl þar að leika sér ásamt einni annarri stelpu og þremur fóstrum þessa vikuna. Hún vinkar mér bless og kyssir út í loftið og vill ekkert endilega koma heim þegar ég sæki hana. 2)Heima sit ég stundum við tölvuna og gapi yfir tölvupóstum frá samnemendum mínum næsta vetur sem eru ýmist sjónvarpsþáttastjórnendur frá Suður Afríku eða Líffræðingar frá Sri Lanka eða Indíánar frá Iowa. Gaui er sannfærður um að það eigi einfaldlega að setja hópinn á safn. 3) Keypti mér hjól, barnastól á hjólið og hjálma til þess að geta hjólað frá Fredrikshöfn til Skagen um næstu helgi. Tökum Stena Line til Danmerkur og gistum eina nótt í strandbænum Skagen. 4)Ákvað kvöld að hitta Gunnhildi og Möggu og co. og keypti ferð til Stokkhólms á laugardaginn.

Þetta er endaslepptur póstur vegna þess að tölvuviðmótið er mér framandi eftir "gagngerar" endurbætur á tölvunni sem unnar voru (af sumum) á meðan restin af fjölskyldunni var á Íslandi.... Meira síðar.







Powered by Blogger