16 ágúst

sikkel semester

Að hjóla í fríinu sínu heitir á sænsku "sikkel semester" (ekki skrifað svona). Við hjóluðum í algjöru blíðviðri sem leið liggur frá Fredrikshavn til Skagen á Norður Jótlandi. Stoppuðum á leiðinni til að synda í sjónum, borða nesti og svo á "Farm Fun" - dýra- og skemmtigarði einhvers uppgjafarbónda sem hefur breytt jörð sinni í sannkallaða fjölskylduparadís með geitum og tampólíni. Þar fékk Hulda meðal annars að gefa "meme" spagettí.

Gamli Skagen er næstum því óraunverulegur bær, öll húsin eru eins á litinn, með eins þaki og öll líta þau út fyrir að hafa verið máluð sama daginn,-í síðustu viku. Mér finnst gamli Skagen sameina Krossa á Snæfellsnesi og Melbæ við Sogaveg, því húsin minna á Melbæ, en náttúran stöndina við Snæfellsnes (langsóttur samanburður?). Ég er að gefa í skyn að þetta sé algjört "möst" fyrir suma.

Daginn eftir var svo mikið rok að hjálmurinn minn fauk út í veður og vind. Við fórum hingað og heilluðumst alveg. Svo fórum við út á "Grenen" sem er nyrsti oddi Jótlands. Það er hægt að ganga alla leið meðfram ströndinni og horfa á hvernig höfin mætast, Kattegat og Skagerrak, -mjög tilkomumikið og fallegt.

Frábært að taka svo Stena Line til Gautaborgar og hjóla heim á Frigangsgötuna eftir sikkelsemestrið...







Powered by Blogger