17 september

Afi þinn var rugludallur...

Dýrin í Hálsaskógi. Mjög erfiður texti við flest lögin. Maður man laglínur og kannski fyrstu línuna í textanum svo ekki söguna meir. Þegar ég var fimm ára hélt ég að Bryndís Schram héti Grimbí Skran (hún stjórnaði Stundinni OKkar) og svo var ég í "hrúgunni" en ekki hrútur (fædd í lok mars). Anyways... Frá því ég var fimm ára og þangað til ég varð 27 ára hélt ég að í laginu "Dvel ég í draumahöll" (sem Klifurmús syngur fyrir refinn) væri sungið "Býr til hvíluvanga" en ekki "Dýr til hvílu ganga"... -Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað mér finnst erfitt að syngja þetta "rétt" fyrir Huldu.







Powered by Blogger