04 september

Enn gaman

Nú er skólinn loksins að skríða af stað og mesta "Bjarkar-æðið" er runnið af fólki. Gaui hefur verið á Ítalíu alla vikuna en ég greip tækifærið, keypti hillu í IKEA og snéri öllu í stofunni. Það verður nú gaman fyrir hann að koma heim...hehe

Bekkjarpartý í gærkvöldi. Stelpa í bekknum sem bauð öllum 30 og líka vinum sínum og ég hélt að við yrðum eins og sardínur í dós í stúdentaíbúð. En þessi vinkona mín reyndist leigja 200 fm íbúð með mikilli lofthæð þannig að það var nóg pláss fyrir 60 manns. Mjög skemmtilegt partý, dansað og allt.

Dásamlegt sumarveður þessa helgi, 25 stiga hiti og sól. Hulda kenndi mér að segja "mellanmål" sem þýðir "drekkutími".. Mér finnst það nú bara nokkuð vel af sér vikið.







Powered by Blogger