19 september

Flottasta byggðarsafnið...

Í dag fórum við Gaui og Hulda á byggðarsafnið í Mölndal (eins og að fara í Hafarfjörð). Safnið er í gamalli sokkaverksmiðju og frekar lítið. Maður má ganga um og koma við alla munina á safninu. Hulda fór strax í dótið og hljóp um safnið með 60 ára gamlan dúkkuvagn, -safnverðinum til mikillar gleði ! Maður má fara í fötin sem eru til sýnis og spila á hljóðfærin, lesa bækurnar og gramsa ofan í öllum skúffum ! Þetta er pínulítið eins og að fara í Fríðu Frænku en munurinn liggur í því að annað er verslun en hitt er safn... -Hver munur er merktur númeri sem maður getur leitað að í tölvu til að fá frekari upplýsingar. Safnið hefur ekkert í geymslu heldur eru allir munirnir frammi en samt er allt á sínum stað. Mjög flott !!! Geymslan á Þorfinnsgötu 8 hefði getað orðið efni í flottasta byggðarsafnið á Íslandi...







Powered by Blogger