29 september

Klástrófóbískt samfélag

Fer í fyrsta prófið á föstudaginn. Hef eytt tíma mínum á hinu stórkostlega gamla bókasafni KTH. Risastórt málverk eftir Carl Larson í lessalnum, húsið sjálft fallegt eins og skrín... -og lessalurinn alltaf yfirfullur af "ungu fólki" í misjöfnum erindagjörðum. Í dag sat ég milli tveggja líffræðinema sem köstuðu miðum á milli, -yfir mig- með "hvenær eigum við að fá okkur kaffi" og "gettu hvern ég hitti áðan"... Svo hringir farsími með reglulegu millibili og fólk VERÐUR að svara með "BÍDDU AÐEINS ÉG ER AÐ HLAUPA ÚT ÚR LESSALNUM" áður en það hleypur út úr lessalnum. Inn á milli setjast stífmálaðar ungar stelpur (einhverra hluta vegna, eiginlega alltaf stelpur) sem sofna sumar oní bækurnar sínar en aðrar eru greinilega meðvitaðar um að á þær er horft. Ég hef lúmskt gaman að þessu. Er að reyna að ákveða í hvaða fötum ég á að fara í næst á bókasafnið....







Powered by Blogger