08 nóvember

þakið af húsinu

Hulda 2.ára er í óökufæru ástandi. Hún var sett á þríhyrningsmerkt hóstalyf í morgun "til að mamma hennar gæti sofið." Lækninum fannst varla taka því að lækna barnið þótt hún hafi næstum hóstað þakið af húsinu en þeim mun mikilvægara að róa mömmuna og minnka baugana undir augunum á henni. Það þarf eitthvað ægilegt að gerast til þess að ég fari aftur á þessa heilsugæslu.

Fórum á frábæra tónleika með Jolie Holland um helgina. Hún er ein af þeim sem stofnuðu hljómsveitina "The be good Tanyas". Pínu kántrý - Norah Jones - "Hvítir mávar, segiði honum, að mitt hjarta slái aðeins fyrir hann...." tónlist. Mjög gaman. Hulda fékk að gista hjá Agli Atlasyni vini sínum. Nú er Hulda sumsé formlega byrjuð í "gista?" -bransanum.







Powered by Blogger