22 nóvember

Ekki líkamsleifar

Gerðum prufur á styttunni í dag og þá kom í ljós að þetta eru líklega ekki líkamsleifar heldur kínverskur sandur... Ég er eiginlega bara fegin að hafa ekki haft múnk á fingrunum.

Myrkur kl:16.00 og maður getur fylgst enn nánar með hegðun og atferli nágrannanna. Eldri maður að æfa dans, ber að ofan. Býr í húsinu á móti. Vildi stundum óska að eldhúsvaskurinn snéri út að næstu blokk.

Fyrsta alvöru snjókoman var í morgun. Hulda var víst eitthvað smeyk við að fara út að leika á leikskólanum og fannst skrítið að ganga á snjónum. Fóstrurnar sögðu að hún yrði nú að venjast snjónum áður en hún færi "TILL ISLAND!" -ég brosi bara til þeirra og ætla ekki að skemma fyrir þeim stereótýpísku ímyndina af fannferginu á Íslandi.

Vika þangað til Hulda og Gaui fara heim.







Powered by Blogger