24 nóvember

Groundbreaking information

Fyrirlestrarnir í skólanum í gær voru svo magnaðir að ég held að líf mitt verði ekki samt um ókomna framtíð. Fyrst voru sýndar myndir af einhverju sem ég hélt að væru ormétnar spýtur en reyndust vera loftmyndir frá Perú og Jórdaníu af svæðum þar sem menn hafa grafið upp kirkjugarða. Bændur á vissum svæðum hafa fengið peninga fyrir góssið sem þeir finna í gröfunum og svo öllu komið á markað í Evrópu og Ameríku. Okkur voru sýndar myndir úr stórum amerískum söfnum sem eru með munina til sýnis. Ég hef svo oft hugsað út það af hverju eru svona takmarkaðar upplýsingar um vissa sýningargripi á stórum söfnum... Go figure! Fyrirlesarinn gerði heimildarmynd fyrir sænska sjónvarpið um ólöglega sölu og smygl á antíkmunum fyrir nokkrum árum. Eftir að hún var sýnd hefur verið ráðist á hann í forngripaverslun í Svíþjóð...(hann tognaði bara aðeins á fingri) Þessir fornsalar eru sumir alvöru glæpamenn sem myndu selja ömmu sína fyrir peninga. Varið ykkur á þeim og ALDREI kaupa fornmuni nema þeim fylgi saga og það sönn saga.

Seinni fyrirlesturinn fjallaði um smygl á dýrum. Fyrirlesarinn notaði slides-myndir... -Ég gat ekki fyrir mitt litla líf eldað kvöldmat í gærkvöldi. Þarf að segja meira.







Powered by Blogger