12 nóvember

Guðlegt verkefni

Ég fékk ásamt nokkrum bekkjarfélögum mínum afhenta hálfs meters háa búddastyttu til að skoða og rannsaka. Þetta hópverkefni væri nú kannski ekkert til að fjalla sérstaklega um ef ekki væri fyrir duftið sem hrinur af styttunni í hvert skipti sem við skoðum hana. Á miðvikudaginn kom sérfræðingur frá Heimsmenningarsafninu í Gautaborg til að skoða gripinn með okkur og hann staðfesti að í holrúmi í styttunni er aska búddamúnks og jafnvel eitthvað fleira...

Við höfum haft samband við Búdda múnk sem er tilbúinn að koma til að "af-helga" styttuna, því samkvæmt trúarbrögðunum er það argasta vanhelgun að hreyfa við styttunum eftir að þær hafa verið gerðar "helgar" með sérstakri athöfn.

Í texta sem ég er með á borðinu fyrir framan mig núna stendur meira að segja að maður geti endurfæðst sem hundur ef maður vanhelgar gripi sem tilheyra Búddatrú. Oo -ó.







Powered by Blogger