04 desember

Allt að gerast; tjallens continues...

Vaknaði blessunarlega seint í morgun (hef ekki sofið almennilega í margar nætur). Settist við tölvuna með kaffibolla og fór á mbl þar sem fyrirsögnin blasti við:
Nokkrir menn ruddust inn á heimili í Fossvogi; tveim skotum hleypt af...
Hringdi í Haðalandið. Þau eru öll óhult. Hjúkk.

Fór í Ikea í gær með nágrannanum. Hann á bíl. Við fórum í hraðferð niðureftir til að sækja ákveðna hluti, hann ætlaði að kaupa rúm og ég barnahúsgögn handa Huldu (ekki segja henni - þetta er jólagjöf). Hljóp í gegnum búðina til að hann þyrfti ekki að bíða eftir mér. Ég hitti hann við kassana og ég var á undan í röðinni. Borgaði fyrir mig og fór svo í pylsuröðina á meðan hann borgaði fyrir sig. Ég veit ekki fyrr en hann kemur hlaupandi í áttina til mín og spyr mig óttasleginn til augnanna hvort ég eigi pening. Ég henti frá mér pylsunni og pepsíinu og hljóp veifandi debetkortinu mínu að kassanum þar sem var að myndast löng röð. Endaði með því að ég borgaði rúmið fyrir Jóakim. Hann var alveg miður sín og útskýrði í löngu máli fyrir konunni að hann ynni í banka og að hann ætti pening... Enda kom í ljós þegar við vorum komin heim að tölvukerfið í bankanum var bilað. Son'er'da...







Powered by Blogger