14 desember

bráðum

Er komin í jólafrí. Kennari síðustu tveggja daga (tæknifræðingur frá Englandi) hefði þurft amk viku til að koma efninu frá sér. Horfðum á klukkuna og fengum kaldan svita á meðan hann frussaði út úr sér völdum brotum af því sem hann hafði að segja - hann átti ca. 60 glærur eftir þegar leigubíllinn kom að sækja hann út á völl.

Ég get ekki hlustað á rás 2 í beinni (tölvan er eitthvað biluð) og er þar af leiðandi ekki í jólaskapi. Hef ekki heyrt "svon'eru jólin" eða "vild'ða væri jólahjól" í ár og án þessarar tónlistar kemst ég ekki í jólaskap. 10 stiga hiti úti en myrkur allan sólarhringinn.







Powered by Blogger